Leita í fréttum mbl.is

E-liða keppni bætt við - Breyting á skráningum

Vegna ójafnrar skráningar (miklu fleiri C og D lið en A og B-lið) þá hefur verið ákveðið að bæta við E-liða keppni. Sú keppni verður með nákvæmlega sama sniði og keppnin hefur verið undanfarin hjá A-D liðum. Föstudagur verður notaður til getuskiptingar í öllum flokkum (A-E).  Á laugardegi og sunnudegi er svo spilað í getuskiptum deildum alveg eins og mótið hefur verið undanfarin ár. E-liða keppnin mun líklega fara að mestu leyti fram í Akraneshöllinni. Athugið að öll lið munu áfram spila þétt helming hvers keppnisdags eins og mikil ánægja hefur verið með undanfarin ár.

Vegna þessa alls höfum við breytt skráningum flestra liða til að jafna skráningar yfir þessa fimm flokka(A-E) í stað fjögurra (A-D). Skráningarnar er hægt að skoða hér. Við biðjum félög að fara yfir þetta fyrir 18.maí og staðfesta við mótsstjórn að þau séu sátt við skráningu eða fara fram á breytingu.  Tölvupóstfangið er sem fyrr kaupthingmsot@ia.is


Lokað fyrir skráningar

Mótið er yfirfullt og við verðum að vinna úr þeim skráningum sem okkur
hafa borist. Eins og staðan er núna þá er búið að skrá 17 A-lið, 20
B-lið, 30-lið C-lið og 30 D-lið. Þessar tölur endurspegla vissulega
aukningu á fjöldi knattspyrnuiðkenda.

Skráningar og staðfestingargjald

Nú eru skráningar komnar á fullt og hluti liða hefur greitt staðfestingargjald. Við viljum minna félög á að þeir sem greiða staðfestingargjald ganga fyrir þegar kemur að niðurröðun í flokka (A,B,C,D). Staða skráninga er að finna á skráningarsíðu (smella hér).

Vegna mikillar fjölgunar iðkenda í knattspyrnu hefur skráningarþörf félaga skekkst svolítið. Mun fleiri iðkendur eiga heima í C og D liðum heldur en í A og B liðum. Sá möguleiki er fyrir hendi að við munum ekki verða með 24 lið í öllum getuflokkum heldur lögum mótin að þessari breyttu getuskiptingu. Hins vegar er alveg klárt að við munum halda í þau grunnmarkmið riðlaskipting verði notuð til að getuskipta innan flokkanna og að iðkendur spili þétt og bara helming dags.

Skráningar og kvittanir vegna greiðslu staðfestingargjöldum má senda á kaupthingsmot@ia.is

 


Skráningar 2009

Skráningar eru farnar að berast fyrir mótið í sumar. Vakin er athygli á því að einungis er pláss fyrir 24 A-lið, 24 B-lið, 24 C-lið og 24 D-lið. Í fyrra voru 30 lið í keppni D-liða. Það gafst ekki vel og riðlaðist skipulag mótsins nokkuð.  Vegna þessa mælumst við til þess að félög sem skrá 4 lið eða fleiri sleppi ekki A, B eða C liðum til að vera með fleiri D lið.

Það verður að vera ljóst að þeir sem borga staðfestingargjald ganga fyrir.

Þær skráningar sem eru komnar inn er hægt að sjá með því að smella hér

Sá möguleiki að hafa keppni fyrir E-lið er fyrir hendi en það yrði þá lítið mót, líklega bara einn dag (t.d. laugardag) og kostnaður fyrir þátttakendur í algeru lágmarki.   Þau félög sem hafa áhuga á þessu er beðin um að hafa samband með því að senda póst á kaupthingsmot@ia.is.

Nánari upplýsingar og skráningareyðublað er að finna í viðhengi við þessa færslu (pdf eða doc)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kaupþingsmótið fer fram 19.-21. júní

fullscreen_capture_23_2_2009_190413.jpgStjórn UKÍA hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kaupþingsmótið verður á dagskrá helgina 19.-21. júní 2009.

Skráningar sem hafa borist er hægt að skoða með því að smella hér

Nánari upplýsingar koma inn á þessa síðu þegar nær dregur. 

 


Takk fyrir komuna

Kaupþingsmótið árið 2008 heppnaðist gríðarlega vel. Veðrið lék við mótsgesti. Fátt fór úrskeiðis og brosið á andlitum leikmanna segir alla söguna.Kaup�ingsmot 2008 Akranes (12)

Stjórn UKÍA þakkar mótsgestum fyrir komuna og ánægjulega samveru undanfarna þrjá daga.

Að sjálfsögðu fá þeir aðilar sem komu að framkvæmd mótsins mestu þakkirnar. Foreldrar barna í UKÍA stóðu vaktina samfellt í þrjá daga og að sjálfsögðu voru fjölmargir aðilar sem lögðu hönd á plóginn.

Takk fyrir komuna og takk fyrir aðstoðina.

Sjáumst í júní 2009....... 


Lokaúrslit 2008

Ítalska deildin í D liðum er í sér skjali. Annað er í einu skjali

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Myndarlegir leikmenn

Keppendur á Kaupþingsmótinu hafa farið á kostum fram til þessa. Glæsilegir leikmenn sem sýna snilld sína í hverjum einasta leik. Ljósmyndarar hafa fest mögnuð augnblik á "filmu" á fyrstu tveimur keppnisdögunum og foreldrarnir sem mættu í gærkvöld á "Foreldrakaffið" tóku vel við sér þegar þeir sáu myndirnar af snillingum mótsins. ROMA 2 142

Meirihluti þeirra mynda sem fór í prentun í gær er nú þegar farinn af "trönunum" og prýða þær veggi flestra heimila landsins á næstu vikum.

Foreldrar og forráðamenn keppenda á Kaupþingsmótinu ættu að gefa sér tíma til þess að skoða þær myndir sem eru í boði - en hægt er að skoða myndirnar í matsal Kaupþingsmótsins - í íþróttasalnum.

Myndirnar verða til sýnis og sölu allt fram að mótslokum í íþróttasalnum (matsalnum).

Það eru fjölmargar myndir frá mótinu sem fóru ekki í prentun. Allar nothæfar myndir sem teknar verða á mótinu verða birtar á vef Kaupþingsmótsins í lítilli upplausn. Þeir sem hafa áhuga á að fá myndirnar af vefnum í stærri upplausn verða að hafa samband við mótshaldara í gegnum netfangið kaupthingsmot@ia.is -Kaup�ingsmot 2008 Akranes (15)

Myndirnar verða ekki komnar inn á vefinn á morgun mánudag, og örugglega ekki á þriðjudag. Kannski síðar ef við finnum flakkarann með myndunum. Hann er í ljósblárri Smint-tösku....Djók. Wink


Úrslit dagsins

Ítalska deildin í D liðum er í sér skjali. Annað er í einu skjali
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Segðu sííííís.....

Sól og blíða var á fyrsta keppnisdegi Kaupþingsmótsins á Akranesi og var stemningin frábær hjá leikmönnum sem og áhorfendum. Ljósmyndarar á vegum UKÍA eru að vinna úr þeim myndum sem teknar voru á fyrsta keppnisdegi en stefnt er að því að afraksturinn verði til sýnis og sölu síðdegis á morgun. Þeir verða aftur á ferðinni á morgun og segðu því síííííís ef þú sérð þá.

 

 

ROMA 2 273

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband