Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Sunnudagur, 22. júní 2008
Takk fyrir komuna
Kaupþingsmótið árið 2008 heppnaðist gríðarlega vel. Veðrið lék við mótsgesti. Fátt fór úrskeiðis og brosið á andlitum leikmanna segir alla söguna.
Stjórn UKÍA þakkar mótsgestum fyrir komuna og ánægjulega samveru undanfarna þrjá daga.
Að sjálfsögðu fá þeir aðilar sem komu að framkvæmd mótsins mestu þakkirnar. Foreldrar barna í UKÍA stóðu vaktina samfellt í þrjá daga og að sjálfsögðu voru fjölmargir aðilar sem lögðu hönd á plóginn.
Takk fyrir komuna og takk fyrir aðstoðina.
Sjáumst í júní 2009.......
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 22. júní 2008
Lokaúrslit 2008
Ítalska deildin í D liðum er í sér skjali. Annað er í einu skjali
Íþróttir | Breytt 3.3.2009 kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. júní 2008
Myndarlegir leikmenn
Keppendur á Kaupþingsmótinu hafa farið á kostum fram til þessa. Glæsilegir leikmenn sem sýna snilld sína í hverjum einasta leik. Ljósmyndarar hafa fest mögnuð augnblik á "filmu" á fyrstu tveimur keppnisdögunum og foreldrarnir sem mættu í gærkvöld á "Foreldrakaffið" tóku vel við sér þegar þeir sáu myndirnar af snillingum mótsins.
Meirihluti þeirra mynda sem fór í prentun í gær er nú þegar farinn af "trönunum" og prýða þær veggi flestra heimila landsins á næstu vikum.
Foreldrar og forráðamenn keppenda á Kaupþingsmótinu ættu að gefa sér tíma til þess að skoða þær myndir sem eru í boði - en hægt er að skoða myndirnar í matsal Kaupþingsmótsins - í íþróttasalnum.
Myndirnar verða til sýnis og sölu allt fram að mótslokum í íþróttasalnum (matsalnum).
Það eru fjölmargar myndir frá mótinu sem fóru ekki í prentun. Allar nothæfar myndir sem teknar verða á mótinu verða birtar á vef Kaupþingsmótsins í lítilli upplausn. Þeir sem hafa áhuga á að fá myndirnar af vefnum í stærri upplausn verða að hafa samband við mótshaldara í gegnum netfangið kaupthingsmot@ia.is -
Myndirnar verða ekki komnar inn á vefinn á morgun mánudag, og örugglega ekki á þriðjudag. Kannski síðar ef við finnum flakkarann með myndunum. Hann er í ljósblárri Smint-tösku....Djók.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 21. júní 2008
Úrslit dagsins
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 21. júní 2008
Segðu sííííís.....
Sól og blíða var á fyrsta keppnisdegi Kaupþingsmótsins á Akranesi og var stemningin frábær hjá leikmönnum sem og áhorfendum. Ljósmyndarar á vegum UKÍA eru að vinna úr þeim myndum sem teknar voru á fyrsta keppnisdegi en stefnt er að því að afraksturinn verði til sýnis og sölu síðdegis á morgun. Þeir verða aftur á ferðinni á morgun og segðu því síííííís ef þú sérð þá.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. júní 2008
Leikjaniðurröðun fyrir laugardag og sunnudag
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. júní 2008
ÚRSLIT FÖSTUDAGS
Hér koma úrslitin frá deginum í dag.
1. og 2. sæti hjá A-liðum í F-riðli réðst með hlutkesti.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Leikjaniðurröðun - UPPFÆRÐ
Hér má nálgast uppfærða leikjaniðurröðun fyrir Föstudaginn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Tillaga að tékklista
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Fæðuofnæmi eða mataróþól
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 16.3.2010 Nýtt nafn og ný vefsíða
- 22.6.2009 Takk fyrir komuna
- 19.6.2009 Öll úrslit komin á vefinn
- 16.6.2009 Niðurröðun gististaða félaga tilbúin
- 16.6.2009 Tjaldstæði fyrir félög
Tenglar
Vinnuskjöl
Gistiþjónusta á Akranesi
- Gisting á Akranesi Gisting á Akranesi - Jóhanna Leopoldsdóttir
- Farfuglaheimili Farfuglaheimili á Suðurgötu - Akranesi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 492
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar