Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Takk fyrir komuna

Kaupþingsmótið árið 2008 heppnaðist gríðarlega vel. Veðrið lék við mótsgesti. Fátt fór úrskeiðis og brosið á andlitum leikmanna segir alla söguna.Kaup�ingsmot 2008 Akranes (12)

Stjórn UKÍA þakkar mótsgestum fyrir komuna og ánægjulega samveru undanfarna þrjá daga.

Að sjálfsögðu fá þeir aðilar sem komu að framkvæmd mótsins mestu þakkirnar. Foreldrar barna í UKÍA stóðu vaktina samfellt í þrjá daga og að sjálfsögðu voru fjölmargir aðilar sem lögðu hönd á plóginn.

Takk fyrir komuna og takk fyrir aðstoðina.

Sjáumst í júní 2009....... 


Lokaúrslit 2008

Ítalska deildin í D liðum er í sér skjali. Annað er í einu skjali

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Myndarlegir leikmenn

Keppendur á Kaupþingsmótinu hafa farið á kostum fram til þessa. Glæsilegir leikmenn sem sýna snilld sína í hverjum einasta leik. Ljósmyndarar hafa fest mögnuð augnblik á "filmu" á fyrstu tveimur keppnisdögunum og foreldrarnir sem mættu í gærkvöld á "Foreldrakaffið" tóku vel við sér þegar þeir sáu myndirnar af snillingum mótsins. ROMA 2 142

Meirihluti þeirra mynda sem fór í prentun í gær er nú þegar farinn af "trönunum" og prýða þær veggi flestra heimila landsins á næstu vikum.

Foreldrar og forráðamenn keppenda á Kaupþingsmótinu ættu að gefa sér tíma til þess að skoða þær myndir sem eru í boði - en hægt er að skoða myndirnar í matsal Kaupþingsmótsins - í íþróttasalnum.

Myndirnar verða til sýnis og sölu allt fram að mótslokum í íþróttasalnum (matsalnum).

Það eru fjölmargar myndir frá mótinu sem fóru ekki í prentun. Allar nothæfar myndir sem teknar verða á mótinu verða birtar á vef Kaupþingsmótsins í lítilli upplausn. Þeir sem hafa áhuga á að fá myndirnar af vefnum í stærri upplausn verða að hafa samband við mótshaldara í gegnum netfangið kaupthingsmot@ia.is -Kaup�ingsmot 2008 Akranes (15)

Myndirnar verða ekki komnar inn á vefinn á morgun mánudag, og örugglega ekki á þriðjudag. Kannski síðar ef við finnum flakkarann með myndunum. Hann er í ljósblárri Smint-tösku....Djók. Wink


Úrslit dagsins

Ítalska deildin í D liðum er í sér skjali. Annað er í einu skjali
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Segðu sííííís.....

Sól og blíða var á fyrsta keppnisdegi Kaupþingsmótsins á Akranesi og var stemningin frábær hjá leikmönnum sem og áhorfendum. Ljósmyndarar á vegum UKÍA eru að vinna úr þeim myndum sem teknar voru á fyrsta keppnisdegi en stefnt er að því að afraksturinn verði til sýnis og sölu síðdegis á morgun. Þeir verða aftur á ferðinni á morgun og segðu því síííííís ef þú sérð þá.

 

 

ROMA 2 273

 

 


Leikjaniðurröðun fyrir laugardag og sunnudag

Þá er þetta loksins tilbúið. Ítalska deildin í D liðum er í sér skjali. Annað er í einu skjali
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

ÚRSLIT FÖSTUDAGS

Hér koma úrslitin frá deginum í dag.

1. og 2. sæti hjá A-liðum í F-riðli réðst með hlutkesti.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leikjaniðurröðun - UPPFÆRÐ

Hér má nálgast uppfærða leikjaniðurröðun fyrir Föstudaginn.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tillaga að tékklista

Komið hefur upp fyrirspurn um hvað keppendur þurfa að hafa með sér. Viðhengd er tillaga að slíkum tékklista.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fæðuofnæmi eða mataróþól

Þeir sem hafa fæðuofnæmi eða mataróþol eru beðnir um að hafa samband við Sigrúnu Vigdísi í síma 898-3173.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband