Færsluflokkur: Íþróttir
Mánudagur, 25. júní 2007
Takk fyrir frábært mót
Unglinganefnd Knattspyrnufélags ÍA vill koma á framfæri þakklæti til allra sem tóku þátt í Kaupþingsmótinu um helgina. Við viljum þakka gestum, keppendum, foreldrum, þjálfurum, liðsstjórum, sjálfboðaliðum, starfsfólki Akraneskaupstaðar og öllum öðrum sem að mótinu komu á einn eða annan hátt. Síðast en ekki síst viljum við þakka Akraneskaupstað og öllum þeim fyrirtækjum sem styrkja svona mót og gera okkur í raun kleift að halda svona mót.
Stjórn UKÍA
Íþróttir | Breytt 20.4.2008 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 23. júní 2007
Myndir af mótinu er komnar á netið
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. júní 2007
Sýn á Kaupþingsmóti
Sjónvarpsstöðin Sýn hefur boðað komu sína á Kaupþingsmótið. Íþróttafréttamenn stöðvarinnar og myndatökumenn á þeirra vegum mun fylgjast með gangi mála.
Afraksturinn verður sýndur í sérstökum þætti á Sýn. Fulltrúar frá Sýn verða á svæðinu alla mótsdagana þar sem að dagskrá vetrarins verður kynnt en eins og flestir vita verður enska úrvalsdeildinni á dagskrá Sýnar næsta vetur.
Það er því mikilvægt að vera með hárgreiðsluna
og brosið í lagi á Kaupþingsmótinu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. júní 2007
Skipulag matartíma og sundferða
Íþróttir | Breytt 1.6.2008 kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. júní 2007
Staðfest skráning og fjöldi
Svona lítur skráningin út. Eins og er þá er fullskipað í riðla í B, C og D liðum en ennþá er pláss fyrir 4 A lið.
Athugið að einungis er pláss fyrir 24 lið að hámarki í hverjum liðaflokki. | ||||||
Félag | A-lið | B-lið | C-lið | D-lið | Alls | Drengir |
Breiðablik | 1 | 3 | 3 | 3 | 10 | 90 |
FH | 1 | 1 | 1 | 3 | 26 | |
Fjölnir | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 | 40 |
Fram | 1 | 2 | 1 | 1 | 5 | 45 |
Fylkir | 1 | 2 | 1 | 1 | 5 | 44 |
Grindavík | 1 | 1 | 1 | 3 | 23 | |
Grótta | 1 | 1 | 1 | 3 | 30 | |
Haukar | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 | 35 |
HK | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 | 40 |
ÍA | 1 | 1 | 1 | 2 | 5 | 45 |
ÍBV | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 | 33 |
ÍR | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 | 40 |
Keflavík | 1 | 1 | 1 | 3 | 29 | |
KR | 1 | 1 | 3 | 1 | 6 | 46 |
Leiknir R | 1 | 1 | 2 | 20 | ||
Njarðvík | 1 | 1 | 2 | 20 | ||
Selfoss | 1 | 1 | 2 | 20 | ||
Stjarnan | 1 | 1 | 2 | 2 | 6 | 50 |
Valur | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 | 40 |
Víkingur | 1 | 1 | 1 | 2 | 5 | 43 |
Þróttur R | 1 | 1 | 2 | 1 | 5 | 41 |
Ægir | 1 | 1 | 2 | 16 | ||
ÍA Gestir | 1 | 1 | ||||
20 | 24 | 24 | 24 | 92 | 816 |
Íþróttir | Breytt 1.6.2008 kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Stefnir í metfjölda
Það stefnir í metþátttöku á Kaupþingsmótinu og allt útlit fyrir að rúmlega 90 lið taki þátt. Svava Ragnarsdóttir starfsmaður UKÍA hefur umsjón með skráningu á mótið líkt og undanfarin ár.
Svava segir að aldrei áður hafi skráningar skilað sér jafnvel og til samanburðar má nefna að í fyrra tóku 85 lið þátt, í keppni A, B, C og D-liða.
Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á þessari síðu en einnig er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á ukia@ia.is eða á faxi; 431-3012.
Svava Ragnarsdóttir er einnig til aðstoðar í síma 433-1109/896-2623 .
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Skráning á Kaupþingsmót 2007
Minnum á skráningu á Kaupþingsmótið á Skaganum. Mótið verður haldið 22.-24. júní 2007. |
Unglinganefnd Knattspyrnufélags ÍA ( UKÍA ) vill minna á Kaupþingsmótið sem félagið heldur í sumar fyrir 7. flokk karla, en mótið fer fram helgina 22.-24. júní 2007. Mótið hefur verið í stöðugri sókn og á undanförnum misserum hafa færri félög komist að en viljað hafa. Í ár verður þátttakan takmörkuð við 24 lið í hverjum flokki (A,B,C,D og því er mikilvægt að liðin staðfesti þátttöku sem fyrst. Nýtt fjölnota íþróttahús, Akraneshöllinn, gefur mótinu enn fleiri möguleika en áður og upplifun keppenda verður án efa jákvæðari. Á mótinu verða margir leikir fyrir keppendur, vel útilátnum mat og hinu margrómaða foreldrakaffi. Kostnaður vegna Kaupþingsmótsins er kr. 8,500,- pr.mann. Innifalið í verði: Gisting í skólastofu í tvær nætur, kvöldverður á föstudag, morgun-, hádegis- og kvöldverður á laugardag, morgunverður og grillveisla á sunnudag, sundmiðar, foreldrakaffi ofl. Staðfestingargjald er kr.4.500 kr. pr. lið og þarf að greiða það samhliða þátttökutilkynningu, (afrit af greiðslukvittun). Staðfestingargjaldið greiðist inn á reikning 5705 í Kaupþingsbanka á Akranesi ( 0330-26-5705 ) kt. 570500-2360 og verður ekki dregið frá þátttökugjaldi við uppgjör (óafturkræft).
Þórður Þórðarson 861-7050 & Hjálmur Dór Hjálmsson 864-3213 Við vonumst til að sjá sem flesta á Akranesi í sumar. Kveðja f.h. UKÍA _____________________________ Svava Ragnarsd. starfsmaður UKÍA.
|
Íþróttir | Breytt 7.3.2007 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 16.3.2010 Nýtt nafn og ný vefsíða
- 22.6.2009 Takk fyrir komuna
- 19.6.2009 Öll úrslit komin á vefinn
- 16.6.2009 Niðurröðun gististaða félaga tilbúin
- 16.6.2009 Tjaldstæði fyrir félög
Tenglar
Vinnuskjöl
Gistiþjónusta á Akranesi
- Gisting á Akranesi Gisting á Akranesi - Jóhanna Leopoldsdóttir
- Farfuglaheimili Farfuglaheimili á Suðurgötu - Akranesi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 493
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar