Mánudagur, 22. júní 2009
Takk fyrir komuna
Kaupþingsmótið árið 2009 heppnaðist gríðarlega vel. Fátt fór úrskeiðis og brosið á andlitum leikmanna segir alla söguna.
Stjórn UKÍA þakkar mótsgestum fyrir komuna og ánægjulega samveru undanfarna þrjá daga.
Að sjálfsögðu fá þeir aðilar sem komu að framkvæmd mótsins mestu þakkirnar. Iðkendur UKÍA og foreldrar barna í UKÍA stóðu vaktina samfellt í þrjá daga og að sjálfsögðu voru fjölmargir aðilar sem lögðu hönd á plóginn.
Takk fyrir komuna og takk fyrir aðstoðina.
Sjáumst í júní 2010.......
Nýjustu færslur
- 16.3.2010 Nýtt nafn og ný vefsíða
- 22.6.2009 Takk fyrir komuna
- 19.6.2009 Öll úrslit komin á vefinn
- 16.6.2009 Niðurröðun gististaða félaga tilbúin
- 16.6.2009 Tjaldstæði fyrir félög
Tenglar
Vinnuskjöl
Gistiþjónusta á Akranesi
- Gisting á Akranesi Gisting á Akranesi - Jóhanna Leopoldsdóttir
- Farfuglaheimili Farfuglaheimili á Suðurgötu - Akranesi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 492
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra helgi og skemmtilegt mót. Þetta var seinna áið okkar á skaganum og eigum við eftir að sakna þess að koma ekki aftur á næsta ári. Það stóð auðvitað uppúr hjá okkur var að vinna prúðmennsku bikarinn annað árið í röð.
Það gleymdust grænar og hvítar gúmmítúttur í Grundarskóla hvernig er hægt að nálgast óskilamuni?
Kv. Halldóra Fylkis mammaHalldóra Björk Þórarinsdóttir 22.6.2009 kl. 22:47
Til allra þeirra sem stóðu að Kaupþingsmótinu. Ég óska ykkur öllum til hamingju með frábæra vinnu við skipulagningu og framkvæmd á Kaupþingsmótinu. Ég fylgdist örlítið með á föstudag og laugardag og var stórhrifinn. Stemningin var frábær. Ég hitti marga sem ég þekki og allir voru í sjöunda himni. Frænka mín heimsótti mig um helgina, hún og hennar maður voru hérna um helgina að fylgjast með syni sínum. Þau skorti orð til að lýsa hrifningu sinni. Það var allt 100%. Skipulag innan og utan valla, matur, aðstaða, kvöldvaka, veisla fyrir foreldra o.fl. o.fl., allt meiri háttar. Svo má ekki gleyma gestunum, þeir voru til fyrirmyndar, takk fyrir komuna í bæinn. Með kveðju,Hörður Helgason
Hörður Ó. Helgason 23.6.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.