Leita í fréttum mbl.is

E-liða keppni bætt við - Breyting á skráningum

Vegna ójafnrar skráningar (miklu fleiri C og D lið en A og B-lið) þá hefur verið ákveðið að bæta við E-liða keppni. Sú keppni verður með nákvæmlega sama sniði og keppnin hefur verið undanfarin hjá A-D liðum. Föstudagur verður notaður til getuskiptingar í öllum flokkum (A-E).  Á laugardegi og sunnudegi er svo spilað í getuskiptum deildum alveg eins og mótið hefur verið undanfarin ár. E-liða keppnin mun líklega fara að mestu leyti fram í Akraneshöllinni. Athugið að öll lið munu áfram spila þétt helming hvers keppnisdags eins og mikil ánægja hefur verið með undanfarin ár.

Vegna þessa alls höfum við breytt skráningum flestra liða til að jafna skráningar yfir þessa fimm flokka(A-E) í stað fjögurra (A-D). Skráningarnar er hægt að skoða hér. Við biðjum félög að fara yfir þetta fyrir 18.maí og staðfesta við mótsstjórn að þau séu sátt við skráningu eða fara fram á breytingu.  Tölvupóstfangið er sem fyrr kaupthingmsot@ia.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband