Sunnudagur, 22. júní 2008
Takk fyrir komuna
Kaupþingsmótið árið 2008 heppnaðist gríðarlega vel. Veðrið lék við mótsgesti. Fátt fór úrskeiðis og brosið á andlitum leikmanna segir alla söguna.
Stjórn UKÍA þakkar mótsgestum fyrir komuna og ánægjulega samveru undanfarna þrjá daga.
Að sjálfsögðu fá þeir aðilar sem komu að framkvæmd mótsins mestu þakkirnar. Foreldrar barna í UKÍA stóðu vaktina samfellt í þrjá daga og að sjálfsögðu voru fjölmargir aðilar sem lögðu hönd á plóginn.
Takk fyrir komuna og takk fyrir aðstoðina.
Sjáumst í júní 2009.......
Nýjustu færslur
- 16.3.2010 Nýtt nafn og ný vefsíða
- 22.6.2009 Takk fyrir komuna
- 19.6.2009 Öll úrslit komin á vefinn
- 16.6.2009 Niðurröðun gististaða félaga tilbúin
- 16.6.2009 Tjaldstæði fyrir félög
Tenglar
Vinnuskjöl
Gistiþjónusta á Akranesi
- Gisting á Akranesi Gisting á Akranesi - Jóhanna Leopoldsdóttir
- Farfuglaheimili Farfuglaheimili á Suðurgötu - Akranesi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil þakka öllum aðstandendum fyrir frábært mót, þessi viðburður er skagamönnum öllum til mikills sóma. Þetta var stórkostleg helgi.
Eggert Hjelm Herbertsson, 23.6.2008 kl. 08:00
Núna þegar heim er komið kemur í ljós að það er því miður eitthvað sem vantar í töskuna hjá drengnum...
Hvert er hægt að hafa samband til að leita eftir óskilamunum núna eftir mótslok?
Gréta Rún Árnadóttir 23.6.2008 kl. 09:08
Takk kærlega fyrir gott mót :-) Þið voruð sérlega sniðug að fá veðurguðina svona í lið með ykkur ;-)
Alsæll drengur á þessu heimili, sem getur ekki beðið eftir næsta móti að ári.
HK kveðja úr Kópavoginum.
Hólmfríður Kristjánsdóttir 23.6.2008 kl. 11:23
Þökkum kærlega fyrir gott mót. og ekki síst fyrir góða veðrið.
Valgerður og Hafþór Bjarki KR-ingar
Valgerður Erlingsdóttir 23.6.2008 kl. 23:01
Hvar eru myndirnar af mótinu????
Jón Örn 24.6.2008 kl. 22:22
Þökkum kærlega fyrir frábæra helgi og höfðingjalegar móttökur á Skaganum! Sjáumst hress á næsta ári.
Kv. Emil, María, Alma og Valdimar Örn - Fylki
Emil Örn Víðisson 25.6.2008 kl. 11:38
Takk fyrir gott mót. Hvar getur maður nálgast óskilamuni? Við töpuðum Aftureldingarregnstakki nr152 merktum Önnu Maríu. Kv. Vala
hólmfríður vala 25.6.2008 kl. 14:46
Takk kærlega fyrir gott mót, frábærlega skipulagt og vel staðið að öllu. Hlökkum til að koma á næsta ári En það væri gaman að sjá myndirnar...
Eva 25.6.2008 kl. 19:50
Gaman að sjá þessi jákvæðu ummæli og tek sjálfur heilshugar undir þau. Óhætt er að fullyrða að mótið hafi tekist afar vel og við Skagamenn getum verið afar stoltir mótshaldarar.
Spurt er um myndir af mótinu á netið. Mýmargar myndir voru teknar og mikil vinna að koma þessu öllu með sómasamlegum hætti á netið. Myndirnar munu koma en við getum ekki lofa dagsetningu, höfum þetta þó fyrr en seinna.
kv. Þorkell
Þorkell ljósmyndari 2.7.2008 kl. 09:36
Hvað er að gerast með myndirnir, enn eru bara myndir inni frá því í fyrra?
Þóra Sigrún 2.7.2008 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.