Sunnudagur, 22. júní 2008
Myndarlegir leikmenn
Keppendur á Kaupþingsmótinu hafa farið á kostum fram til þessa. Glæsilegir leikmenn sem sýna snilld sína í hverjum einasta leik. Ljósmyndarar hafa fest mögnuð augnblik á "filmu" á fyrstu tveimur keppnisdögunum og foreldrarnir sem mættu í gærkvöld á "Foreldrakaffið" tóku vel við sér þegar þeir sáu myndirnar af snillingum mótsins.
Meirihluti þeirra mynda sem fór í prentun í gær er nú þegar farinn af "trönunum" og prýða þær veggi flestra heimila landsins á næstu vikum.
Foreldrar og forráðamenn keppenda á Kaupþingsmótinu ættu að gefa sér tíma til þess að skoða þær myndir sem eru í boði - en hægt er að skoða myndirnar í matsal Kaupþingsmótsins - í íþróttasalnum.
Myndirnar verða til sýnis og sölu allt fram að mótslokum í íþróttasalnum (matsalnum).
Það eru fjölmargar myndir frá mótinu sem fóru ekki í prentun. Allar nothæfar myndir sem teknar verða á mótinu verða birtar á vef Kaupþingsmótsins í lítilli upplausn. Þeir sem hafa áhuga á að fá myndirnar af vefnum í stærri upplausn verða að hafa samband við mótshaldara í gegnum netfangið kaupthingsmot@ia.is -
Myndirnar verða ekki komnar inn á vefinn á morgun mánudag, og örugglega ekki á þriðjudag. Kannski síðar ef við finnum flakkarann með myndunum. Hann er í ljósblárri Smint-tösku....Djók.
Nýjustu færslur
- 16.3.2010 Nýtt nafn og ný vefsíða
- 22.6.2009 Takk fyrir komuna
- 19.6.2009 Öll úrslit komin á vefinn
- 16.6.2009 Niðurröðun gististaða félaga tilbúin
- 16.6.2009 Tjaldstæði fyrir félög
Tenglar
Vinnuskjöl
Gistiþjónusta á Akranesi
- Gisting á Akranesi Gisting á Akranesi - Jóhanna Leopoldsdóttir
- Farfuglaheimili Farfuglaheimili á Suðurgötu - Akranesi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þökkum fyrir alveg frábært mót og frábærar móttökur. Þetta mót er alveg til fyrirmyndar og flott í alla staði. Foreldrar ÍA-inga eiga heiður skilið nú sem áður fyrir þetta líka glæsilega foreldrakaffi.
Takk enn og aftur fyrir okkur
ÍR kveðja
P.s. Við fundum ljósbláu Smint töskuna. Viljið þið fá hana? Ahahaha!!!
ÍR 22.6.2008 kl. 20:53
Halló kæru vinir, okkur langar að þakka kærlega fyrir æðislegt mót, þetta var í fyrsta sinn sem við förum á svona stórt mót og þetta var virkilega skemmtilegt í alla staði, vel skipulagt og stemmningin frábær Foreldrakaffið var hrein snilld, hef aldrei séð svona mikið af kökum og réttum áður, æðislegar kræsingar, virkilega gott Kærar þakkir fyrir okkur Kv. frá Sandgerði
Heiðrún, Jói og Stefán Ari úr Sandgerði 22.6.2008 kl. 21:24
Kærar þakkir fyrir okkur frábært í alla staði og flott foreldrakaffið.
Veðrið var líka geggjað,komum kát að ári liðnu....hlökkum mikið til.
Hrós til þeirra sem að þessu stóðu.
Kv frá Keflavík
Keflavík 22.6.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.