Leita í fréttum mbl.is

Skráning á Kaupþingsmót 2007

Minnum á skráningu á Kaupþingsmótið á Skaganum.

Mótið verður haldið 22.-24. júní 2007.
Smellið á meira til að fá nánari upplýsingar 

Unglinganefnd Knattspyrnufélags ÍA ( UKÍA ) vill minna á Kaupþingsmótið sem félagið heldur í sumar fyrir 7. flokk karla, en mótið fer fram helgina 22.-24. júní 2007.

Mótið hefur verið í stöðugri sókn og á undanförnum misserum hafa færri félög komist að en viljað hafa. Í ár verður þátttakan takmörkuð við 24 lið í hverjum flokki (A,B,C,D og því er mikilvægt að liðin staðfesti þátttöku sem fyrst.

Nýtt fjölnota íþróttahús, Akraneshöllinn, gefur mótinu enn  fleiri möguleika en áður og upplifun keppenda verður án efa jákvæðari. Á mótinu verða margir leikir fyrir keppendur, vel útilátnum mat og hinu margrómaða foreldrakaffi.

Kostnaður vegna Kaupþingsmótsins er kr. 8,500,- pr.mann. Innifalið í verði: Gisting í skólastofu í tvær nætur, kvöldverður á föstudag, morgun-, hádegis- og kvöldverður á laugardag, morgunverður og grillveisla á sunnudag, sundmiðar, foreldrakaffi ofl.
 
Frítt verður fyrir einn fararstjóra / liðstjóra fyrir hvert lið frá hverju félagi. Hægt er að kaupa matarpakka fyrir farastjóra, liðsjóra og foreldra. Nánar auglýst síðar.

Staðfestingargjald er kr.4.500 kr. pr. lið og þarf að greiða það samhliða  þátttökutilkynningu, (afrit af greiðslukvittun). Staðfestingargjaldið greiðist inn á reikning 5705 í Kaupþingsbanka á Akranesi ( 0330-26-5705 ) kt. 570500-2360 og verður ekki dregið frá þátttökugjaldi við uppgjör (óafturkræft).


Þátttaka tilkynnist í tölvupósti ukia@ia.is eða á faxi; 431-3012.


Upplýsingar í síma 433-1109/896-2623 Svava Ragnarsdóttir. 

 Þórður Þórðarson 861-7050 & Hjálmur Dór Hjálmsson 864-3213 

Við vonumst til að sjá sem flesta á Akranesi í sumar.

Kveðja f.h. UKÍA

_____________________________

Svava Ragnarsd. starfsmaður UKÍA.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband